Búið er að blása upp ærslabelginn á Hvammstanga eftir smávægilegar viðgerðir á honum.
Hann verður uppblásinn frá kl. 10:00 til kl. 20:00 alla daga.
Allir eru á eigin ábyrgð á hoppubelgnum – börn og ungmenni eru á ábyrgð forráðamanna.
Munum umgengnisreglur og göngum vel um hann saman.
- Skóbúnað skal geyma fyrir utan belginn á meðan hoppað er. Ekki er leyfilegt að hoppa á belgnum í skóm.
- Í rigningu og bleytu er ekki æskilegt að hoppa á belgnum, þar sem hann getur orðið mjög sleipur.
- Halda skal svæðinu snyrtilegu. Muna að taka allt með sér þegar farið er; föt, sokka og rusl.
- Sýna hvort öðru tillitssemi og virðingu á belgnum.
Mynd og heimild/Húnaþing vestra