Í Ólafsfirði, Tröllaskaga og víðar var einmuna veðurblíða um helgina.
K. Haraldur Gunnlaugsson var einn af þeim sem naut útiverunnar með fjölskyldu sinni og sagði skemmtilega frá laugardeginum í færslu á facebook síðu sinni í máli og myndum, sem sjá má hér að neðan.
“Á þannig dögum nýtur fólk útiveru, á göngu- lausfóta um bæinn og fram sveitina. Á fjallaskíðum og vélsleðum um öll fjöll eins og lætur nærri.
Fjöldi fólks var á gönguskíðum í 10 km langri braut sem liggur um Skeggjabrekkudal og Skíðafélag Ólafjarðar heldur úti. Rúdolf hefur auk þess farið a.m.k. 2, en vonandi fleiri ferðir upp á Múlakollu í dag.
Við í fjölskyldunni lékum okkur góða stund á skíðum í dag í laut neðan við golfvöllinn í Skeggjabrekku. Það var Gunnlaugur Ingi Haraldsson sem hafði veg og vanda að þessari skemmtilegu ferð.
Fékk hann Björn Arason til að draga okkur upp á Pisten Bulli 100, troðaranum sem hann á og hefur að öllu jöfnu í snjómokstri í Fljótunum.
Þetta var stór skemmtilegur dagur og ágætt að liðka ryðgaða liði, áður en alvaran hefst aftur 15. apríl”.
Þarna eru þátttakendur að undirbúa sig og troðara-dráttar-maðurinn mættur. Hlíð og Burstarbrekka, fyrir handan snævi þakið Ólafsfjarðarvatn. Eins og sjá má er lítill snjór í og við byggðina, en nægur snjór þarna í lautinni sem við lékum okkur í. Ellen Ýr og Simmi, ruku af stað um leið og hægt var og væru eflaust þarna enn ef þau hefðu ráðið. Arnfinnsfjall; Finnurinn vakir þarna yfir á miðri mynd. Troðari þessi Kässbhorer Pisten Bully 100, árgerð 1989 var keyptur til að troða göngubrautir í Kjarnaskógi, þaðan fór hann svo til Hríseyjar þar sem hann var notaður á sumrin við að troða niður lúpínubreiður.
Eitthvað var hann notaður í skíðagöngubrautir þar á vetrum, en eins og kunnugt er, er yfirleitt ekki mikill snjór í Hrísey. Frá Hrísey kom hann svo til Ólafsfjarðar og Fljót.
Svona var fyrstri troðari Ólafsfirðinga, sem kom 1979 ef ég fer rétt með.Kátt fólk á spottanum. sól og blíða 4° frost. Bestu aðstæður í svona ævintýri. Þarna er Sunna og fjölskylda kominn í hópinn. Þetta er allt nákomið fólk, svo tæplega er verið að brjóta neinar reglur. Bestu félagar, Rúnar og Áslaug Anna, sem þurfti aðeins að hvíla sig og fann gott skjól í Rúnari eins og oft áður. Brautin byrjaði upp á hæðinni þarna. Það er fallegt yfir að líta og fínasta brekka, þar sem haldin hafa verið Ólafsfjarðarmót yngstu barnanna þegar skort hefur snjó hinu megin. Í pásunni, Simmi og Björn Ara. við “Baby-born troðarann” Hornbrekka beint af augum og snjóflóðagarðurinn, vatnið snævi þakið, en einungis nyrst við ósinn er það farið að ryðja sig.
Á ekki enn eftir að gefa garðinum nafn?Yfirlýstar myndir geta verið flottar! Þrautakóngur – leggjast og svo af stað.
Myndir og myndatextar: K. Haraldur Gunnlaugsson