Ævintýravikan eru fyrir börn fædd 2013 og 2014 og er á Siglufirði dagana 14. – 18. júní.
Dagskrá er frá kl. 10 – 12 þessa viku og taka börnin þátt í ýmsum spennandi ævintýrum, má t.d. nefna, leiki og þrautir, fjöruferð, sundferð o.fl.
Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóð. Munið að hafa börnin klædd eftir veðri og með smá nesti með sér hvern dag.
Skráningargjald er 5.000 kr., einnig er hægt að nota frístundaávísanir, og greiðist fyrsta daginn.
Umsjónarmenn eru Þórarinn Hannesson íþróttakennari og Kristín Anna Guðmundsdóttir þroskaþjálfi.
Vakin er athygli á því að börn sem eru í heimsókn í Fjallabyggð geta einnig tekið þátt. Skráning er með skilaboðum á facebooksíðu Glóa. Gefið upp nafn og kennitölu barns.
Stefnt er að annarri Ævintýraviku í júlí ef áhugi er fyrir hendi. Ekki er þó komin tímasetning á hana.
Myndir/ Umf Glói og eru frá Ævintýravikum í fyrrasumar.