Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár á 148. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar.

Á Siglufirði höfðu þann 19. nóvember 2024, 10.604 tonn borist á land í 1225 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 13.701 tonn í 1.128 löndunum.

Á Ólafsfirði höfðu 133,7 tonn borist á land í 116 löndunum þann 19. nóvember 2024, samtímatölur fyrra árs eru 134,7 tonn í 122 löndunum.

Þá hefur frosinni rækju verið landað samtals 2.810 tonn árið 2024 í 6 löndunum. Til samanburðar var frosinni rækju samtals 1.396 tonnum landað í 3 löndunum árið 2023. Rækjan er ekki inni í löndunartölum.