Mæður, læsið feður ykkar inni!
Andans Truntur ætla að láta gamminn geysa í sérstökum sumaraukaþætti nú í kvöld 11. ágúst.
Þátturinn verður á dagskrá á gamla góða truntutímanum, klukkan 18 á miðvikudaginn semsagt.

“Í þættinum verður brotið blað, segjum ekki meir í bili, þið verðið bara að hlusta!!” segir í tilkynningu frá truntunum.

Fylgist með þættinum Andans truntur á FM Trölla í kvöld kl 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á síðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is