Hljómsveitin Angurværð gaf út í byrjun sumars lagið Ferðalangur sem var fyrsta útgefna lag sveitarinnar. Lagið fór í 5.sæti vinsældarlista Rásar 2 og sat þar í 2 vikur en var á topp 40 lista Rásar 2 í 8 vikur samtals.

Nú gefur hljómsveitin út annað lagið sitt, Ertu Kominn.

Lagið er samið af Önnu Skagfjörð og Angurværð en textinn er eftir Valgeir Skagfjörð.

Textinn fjallar um konu sem gengur í gegnum miklar breytingar í lífi sínu. Það rennur upp fyrir henni að breytingarnar hafa komið henni á annan stað. Ósjálfrátt kallar það á að nú þegar hún ber ábyrgð á nýju lífi barns síns að hún velti fyrir sér hvað þessi nýi einstaklingur sé að kenna henni. Þannig speglar hún sjálfa sig í honum og finnur þar styrk sinn aftur.

Eftir mikla samvinnu allra hljómsveitarmeðlima kom út kröftug ballaða sem gefur ekkert eftir.

Lagið er tekið upp í Hljóðverinu Brúar sem er staðsett á Laugum í Reykjadal.

Um upptökur, hljóðblöndun og eftirvinnslu sáu:
Borgar frá Brúum og Einar Höllu Guðmundsson, meðlimir Angurværðar.

Hljómsveitarmeðlimir eru:
Anna Skagfjörð – söngur
Einar Höllu Guðmundsson – gítar og söngur
Helgi Guðbergsson – bassi
Halldór G. Hauksson (Halli Gulli) – trommur og slagverk
Borgar frá Brúum – rafgítarar, lap steele og hljómborð
Valmar Väljaots – fiðla

 

Lagið er komið í spilun á FM Trölla.

 

Hljómsveitin Angurværð

 

Hljómsveitin Angurværð