Á 59. Fundi fræðslu,- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum.
Fræðslu- og frístundanefnd tók vel í erindið þar sem möguleiki eykst á samfelldu skóla- og frístundastarfi eldri nemenda og vísaði málinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir ferðunum á fjárhagsáætlun 2018.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að þörf sé fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 frá Siglufirði og frá Ólafsfirði kl. 17:50.
Borist hafa verðtilboð frá tveimur aðilum
Hópferðabílar Akureyrar (HBA), 1 ferð kr. 7.100. eða 14.200 tvær ferðir/dagur.
Magnús Þorgeirsson 1 ferð kr. 12.000 eða 24.000 tvær ferðir/dagur.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 til reynslu og vísar kostnaði kr. 454.000 í viðauka nr.11/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.
Úr fundargerð 571. fundar Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 11. september 2018
Mynd: Hópferðabílar Akureyrar