Á 833. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað var eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga.

Bæjarráð samþykkti að láta útbúa viðauka við fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000 sem fjármagnað yrði með handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á 245. fundi bæjarstjórnar.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt útfærðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- sem fjármagnaður er með handbæru fé.

Áætlaðar fjárfestingarhreyfingar hækka úr kr. 228.450.000 í kr. 577.500.000.

Bæjarráð samþykkti á 846. fundi sínum framlagðan viðauka nr. 4/2024 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.