Baggalútur og Birgitta Haukdal hafa sameinað krafta sína í nýju dægurlagi, sem kallast Partýleitarflokkurinn.
Lagið fjallar um örvæntingarfulla leit að gleðskap síðla nætur í Reykjavík, leit sem berst alla leið til nágrannasveitarfélaganna, þar á meðal til Garðabæjar, sem ósjaldan er nefndur bær gleðinnar.
Lagið er hljóðritað í hinu fornfræga hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði og lögðu ýmsar kunnar dægurstjörnur því lið.
Guðmundur Pálsson, Söngur
Karl Sigurðsson, Söngur
Birgitta Haukdal, Söngur
Árný Margrét, Söngur
Guðmundur Kristinn Jónsson, Gítar
Helgi Svavar Helgason, Trommur, slagverk
Sigurður Guðmundsson, Bassi, píanó, hljómborð, raddir
Guðmundur Pétursson, Gítar
Hljóðritað í Hljóðrita 2023
Stjórn upptöku, hljómblöndun og tónjöfnun:
Guðmundur Kristinn Jónsson
Lagið á Spotify