Síðasti fundur hreppsnefndar Hvanneyrarhrepps var haldinn miðvikudaginn 28. maí 1919. þar var einkum rætt um undirbúning væntanlegra bæjarstjórnarkosninga þann 7. júní 1919, fyrstu bæjarstjórnarkosningar á Siglufirði.
Það var aðalverkefni þessa fundar hreppsnefndarinnar að undirbúa bæjarstjórnarkosningarnar, en í kjörstjórn höfðu verið skipaðir þrír af hreppsnefndarmönnum, þeir séra Bjarni Þorsteinsson formaður kjörnefndar, Jón Guðmundsson og Halldór Jónsson.

Tveir flokkar buðu fram, A-listi og B-listi. A-listinn var kenndur við kaupmenn og útgerðarmenn, B-listinn við verkamenn.
Á listunum voru eftirfarandi.

A-listi
Helgi Hafliðason
Sigurður Kristjánsson
Guðm.T. Hallgrímsson
Sr. Bjarni Þorsteinsson
Jón Guðmundsson
Stefán Sveinsson

B-listi
Sr. Bjarni Þorsteinsson
Flóvent Jóhannsson
Friðbjörn Níelsson
Hannes Jónasson
Maron Sölvason
Kjartan Jónsson

Kosningaathöfnin stóð til hálf sex síðdegis, laugardaginn 7. júní. Þá fór fram talning atkvæða í heyranda hljóði.  Atkvæðatala listanna var þannig.

B-listinn fékk 90 atkvæði, en A-listinn 87, 20 seðlar urðu ógildir. Alls greiddu 197 atkvæði af 437 á kjörskrá. Þar á meðal mættu 66 konur á kjörstað.

Þá er kjörstjórnin hafði reiknað út, hvaða fulltrúaefni hefðu náð kosningu af hverjum lista, lýsti kjörstjórnin þessa menn réttkjörna í Bæjarstjórn Siglufjarðar:

Sr. Bjarni Þorsteinsson B 136 2/6 atkvæði
Helgi Hafliðason A 70 1/6 atkvæði
Flóvent Jóhannsson B 64 3/4 atkvæði
Sigurður Kristjánsson A 59 5/6 atkvæði
Friðbjörn Níelsson B 57 atkvæði
Guðmundur T. Hallgrímsson A 53 2/6 atkvæði

 

Samantekt: Kristín Sigurjónsdóttir
Upplýsingar fengnar úr bók Ingólfs Kristjánssonar,  Siglufjörður