Það er búið að vera hvassviðri á Siglufirði og Norðurlandi undanfarna daga og verður að líkindum leiðindaveður fram í miðja næstu viku.
Björgunarsveitin Strákar hefur verið kölluð út til aðstoðar þegar þakplötur losnuðu á húsþökum.
Það er mikilvægt að huga vel að öryggi þegar aðstæður eru með þessum hætti og voru þessi verkefni leyst faglega og yfirvegað af björgunarsveitinni, sem kann svo sannarlega vel til verka.
Veðurhorfur næstu daga.
Í dag.
Suðvestan 18-23 m/s og skúrir. Bjartviðri norðaustantil.
Minnkandi suðvestanátt á morgun, 10-18 m/s síðdegis. Bjart með köflum, en stöku skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 3 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestan 15-20 m/s og rigning, en 10-15 og að mestu þurrt austantil. Hiti 7 til 13 stig. Kólnar á vestanverðu landinu um kvöldið með slyddu eða snjókomu.
Á föstudag:
Vestan og norðvestan 10-18 m/s, en 18-23 norðantil seinnipartinn. Snjókomu, en léttir til sunnantil er líður á daginn. Hiti um og undir frostmarki.
Á laugardag:
Norðan og norðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða él, en 10-15 og þurrt sunnan heiða. Hiti í kringum frostmark.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt með éljum, en að mestu bjartviðri sunnantil. Kalt í veðri.
Myndir/Björgunarsveitin Strákar