Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir enn eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, sem er búsett á Akureyri. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld.
Í nótt leituðu björgunarsveitarmenn úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu að Ílónu Steinunni.
Talið er líklegt að Ílóna, sem er um 170 sm. á hæð með dökkt axlarsítt hár, hafi verið á austurleið frá Akureyri til Húsavíkur á mánudagskvöldið. Lögreglan biður þá vegfarendur sem voru á þeirri leið frá kl. 19:20 – 21:00 að hafa samband í síma 112, geti þeir gefið upplýsingar eða telji sig hafa orðið varir við ferðir Ílónu.
Lögreglan birti í morgun mynd af Ílónu sem tekin er úr öryggismyndavél og sýnir klæðaburð hennar þegar síðast var vitað um ferðir hennar. Hún var klædd svörtum jakka og með græna derhúfu á höfði.
Frétt uppfærð.
Stúlkan sem lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir í gærkveldi, Ílóna Steinunn, er komin fram heilu og höldnu.
Lögreglan þakkar þeim viðbragðsaðilum sem komu að leitinni fyrir vel unnin störf sem og fjölmiðlum fyrir miðlun upplýsinga.
Myndir/Lögreglan á Norðurlandi eystra