Í gær samþykkti Alþingi frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi í það neðra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírat­a, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem var lagt fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins. Þess má geta að málið var fyrst lagt fram af varaþingmanni Pírata, Oktavíu Hrund Jónsdóttur.

Við gildistöku laganna mun virðisaukaskattur á tíðavör­ur á borð við dömu­bindi, túr­tappa og álfa­bik­ara, lækka úr 24% í 11%, enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.