Um nokkurt skeið hefur verið boðið upp á þann valkost á heimasíðu Húnaþings vestra að bóka samtal við starfsmenn Ráðhússins.

Gefst fólki kostur á að velja starfsmann og bóka símtal á ákveðnum tíma. Viðkomandi starfsmaður hefur þá samband á tilgreindum tíma. Hefur þessi kostur mælst vel fyrir enda eykur hann skilvirkni og minnkar bið.

Smellt er á hnappinn Bóka samtal í valstiku ofarlega á forsíðu sem leiðir fólk inn á bókunarsíðuna. Þar er sá starfsmaður sem við á valinn og tími bókaður. Mikilvægt er að tilgreina erindi svo starfsmaðurinn geti undirbúið samtalið.

Þau sem þurfa að hafa samband við starfsmenn Ráðhússins eru hvattir til að nýta þennan valmöguleika.

Sjá á mynd hvar hægt er að bóka samtal.