Í dag, laugardaginn 23. mars, býður Skriða til útgáfufögnuðar í Holti menningarsetri á Hvammstanga til þess að fagna útgáfu fyrstu tveggja bókanna sem koma út hjá Skriðu en það eru ljóðabókin Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og örsagnasafnið Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur.

Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur

Opið hús verður í Holti frá kl. 15:00 og fram eftir kveldi en höfundarnir ætla að lesa úr verkum sínum nokkrum sinnum yfir daginn og árita og selja bækurnar.

Allir velkomnir, léttar veitingar.

Holt menningarsetur á Hvammstanga