Bóluefni gegn lungnabólgu er búið á flestum heilsugæslustöðvunum HSN vegna mikillar eftirspurnar síðustu daga.

Bóluefnið er ekki fáanlegt hjá birgjum HSN og er ekki væntanlegt til landsins fyrr en í lok marsmánaðar.

Það verður tilkynnt á vefsíðu HSN þegar hægt verður að bjóða upp á þessa bólusetningu á ný.

Mikilvægt er að hafa í huga að þessi bólusetning hefur ekki áhrif á hvort viðkomandi smitast af covid-19 eða fær lungnabólgu í kjölfar sýkingar af covid-19.

Mynd/pixabay

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.