Bólusett verður á Slökkvistöðinni á Akureyri í dag fimmtudaginn 30. september frá kl 13-16.
Boð hafa verið send út til þeirra sem eiga að koma í seinni bólusetningu en einnig eru þeir velkomnir sem eiga eldra boð og hafa ekki komist hingað til.
Boð hafa verið send í heilsuveru til barna fæddra í september 2009. Athugið að fullorðinn þarf að fylgja barni í bólusetningu.
Hér fyrir neðan má sjá þá hópa sem einnig eru velkomnir í bólusetningu nú á fimmtudaginn.
- Þeir sem fengu fyrsta skammt af Pfizer 9.9 eða fyrr.
- Þeir sem fengu Jansen bólusetningu 11.8 eða fyrr. (Þeir sem fengið hafa Covid-19 sýkingu og Jansen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt)
- Barnshafandi konur og aðrir sem eru óbólusettir.
- Allir 60 ára og eldri sem fengið hafa tvo skammta af bóluefni fyrir a.m.k. 26 vikum
- Allir 70 ára og eldri sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni fyrir a.m.k. 13 vikum
- Óbólusett börn 12-15 ára, (börn fædd fyrir 30.9.2009 og árgangar 2008, 2007 og 2006).