Ein afleiðinga ofsaveðurs sem gekk yfir landið 10. og 11. desember voru víðtækar rafmagnstruflanir á stórum svæðum.

Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) voru áhrif óveðursins mest á Hvammstanga, en þar var rafmagnslaust í 40 klukkustundir.

Fjarskipta- og símasamband gekk erfiðlega og mikil ófærð var á svæðinu.

Engin vararafstöð er á starfsstöð heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga sem skapar mikið óöryggi varðandi alla þjónustu þegar slík veður ganga yfir. Á öðrum starfsstöðvum stofnunarinnar urðu truflanir á rafmagni.

Að loknu óveðri sendi RARIK færanlega rafstöð til Hvammstanga sem nú er staðsett við stofnunina og ráðgert er að tengja við hana komi til þess að rafmagnið fari af um lengri tíma. Þetta er tímabundið úrræði en gefur þó ákveðið svigrúm og öryggi á meðan leitað er lausna varðandi búnað.

Úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi.
Myndin er af gamla hluta HVE við Spítalastíg á Hvammstanga.