Borist hafa tilkynningar til lögreglunnar á Norðurlandi vestra í dag þess efnis að það finndist brennisteinslykt.

Þó nokkrar tilkynningar hafa verið vegna þessa, meðal annars úr Húnaþingi vestra sem og úr Svartár-, og Langadal.

Að sögn Veðurstofu Íslands tengist þetta Skaftárhlaupi sem er í gangi á Suðurlandi þessa stundina og hafi Veðurstofan fengið fleiri tilkynningar annars staðar frá.


Frétt: Lögreglan á Norðurlandi vestra
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir