Upplýsingar dagsins á stöðulista Lögreglunnar á Norðurlandi eystra liggja fyrir og nú er ljóst að í dag, 23. nóvember er enginn í einangrun með staðfest smit og enginn í sóttkví í Dalvíkurbyggð.
Það eru frábærar fréttir að allir þeir sem smituðust af Covid-19 séu útskrifaðir úr einangrun segir á vefsíðu Dalvíkurbyggðar.
Á þessum tímamótum er rétt að senda þakkir til allra íbúa Dalvíkurbyggðar.
Þakkir fyrir að sýna samhug og samstöðu og fyrir að fylgja vel þeim tilmælum sem okkur voru sett af sóttvarnaryfirvöldum.
Með samstöðu í byggðalaginu náðum við fullum tökum á faraldrinum en við megum alls ekki sofna á verðinum því enn eru að greinast smit í öðrum landshlutum og þar til bóluefni kemur þurfum við að halda áfram árvekninni, fylgja settum fyrirmælum, virða grímuskyldu og 2 metra regluna þar sem þess þarf.