Um miðjan septembermánuð sótti Daníel Pétur Daníelsson alþjóðaþing sjóminjasafna (International Congress of Maritime Museums) fyrir hönd Síldarminjasafnsins, sem hefur verið aðili að ICMM fra árinu 2019.
Þingið fór að þessu sinni fram í Hollandi og sóttu það 200 starfsmenn sjóminjasafna frá 40 ólíkum löndum um allan heim. Þingið stóð í fimm daga og fjölbreytt dagskrá bauð upp á fyrirlestra, pallborðsumræður, vinnustofur og heimsóknir á söfn.
Hvort sem söfn eru stór eða lítil, þá glíma þau öll við svipaðar áskoranir og hefur þátttaka Síldarminjasafnsins í starfi ICMM sannarlega víkkað sjóndeildarhring starfsfólks safnsins og skapað tækifæri til nýrra tengsla og samstarfsverkefna.
Safnaráð studdi við þátttöku í þinginu með dýrmætum símenntunarstyrk.
Myndir/Síldarminjasafn Íslands