Það verður mikið um dýrðir og öllu til tjaldað á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu um verslunarmannahelgina.
Dagskráin hefst formlega í dag, föstudag, og henni lýkur með Sparitónleikum á leikhúsflötinni kl. 20 á sunnudagskvöld þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13.
Í lok tónleikanna býður Björgunarsveitin Súlur upp á glæsilega flugeldasýningu við Pollinn og smábátaeigendur tendra upp himininn með blysum frá Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands.
Kynnið ykkur afar fjölbreytta dagskrá helgarinnar á heimasíðu hátíðarinnar Einnar með öllu.
Mynd/Hilmar Friðjónsson