Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk á dögunum nýja lögreglubifreið. Bifreiðin sem er af gerðinni Volvo V90 Cross Country er afar kærkomin viðbót við bílaflota embættisins. Bif­reiðin skarta nýju út­liti sem svip­ar til merk­inga lög­reglu­bif­reiða víða í Evr­ópu og eiga að auka ör­yggi lög­reglu­manna til muna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bílamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra eru bif­reiðarn­ar afar öfl­ug­ar í þau verk­efni sem þeim er ætlað. Vél­in er um 238 hest­öfl og togið er mikið. Þá er hemla- og fjöðrun­ar­búnaður sér­styrkt­ur ásamt tvö­földu raf­kerfi.

Mik­il áhersla er lögð á ör­ygg­is­búnað sem er mik­ill og góður.

All­ur lög­reglu­búnaður bíl­anna er nýr, radar­tæki, upp­töku­búnaður og fjar­skipta­búnaður.

Mikil ánægja er meðal lögreglumanna embættisins með bifreiðina.
Frétt fengin af facebooksíðu: Lögreglunnar á Norðurlandi vestra