Miðhúsabrautin á Akureyri er lokuð á kaflanum sem sést á myndinni, vegna rannsóknar á umferðarslysi sem varð í morgun rétt fyrir kl. 08. Lokun er við Mýrarveg, Þórunnarstræti við kirkjugarðinn og við Naustabraut.

Bifreið var ekið á vegfaranda sem var á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis.

Ökumaður hlaupahjólsins er eitthvað slasaður en var með meðvitund er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Ekki er vitað hversu lengi lokunin stendur en það verður eitthvað áfram.