“júpíter” er ný smáskífa frá tónlistar- og leikkonunni Elínu Hall, lagið er annað lagið af væntanlegri plötu sem kemur út í haust.
Guðrún Ýr eða GDRN er gestasöngvari á laginu. Elín og Reynir Snær Magnússon sá um upptökustjórn og útsetningar. Lag og texti er eftir Elínu.
Fyrsta smáskífan var lagið “Vinir” sem kom út fyrir áramót og var til að mynda tilnefnt sem lag ársins á nýliðnum Íslensku tónlistarverðlaununum.
Elín Hall um lagið
Elín Hall: “júpíter táknar nýtt upphaf fyrir mig. það fjallar um að kveðja gamlan vítahring. maður þarf að loka hurðinni alveg svo að aðrar opnist. það er bæði vont en líka fallegt.
lagið kom til mín fyrir rúmlega tveimur árum síðan þegar ég var mjög týnd með í hvaða átt ég vildi stefna. mig dreymdi lagið og vaknaði með viðlagið á heilanum.
þetta lag varð síðan fyrsta lagið sem ég samdi fyrir plötu sem ég hef verið að vinna í síðan og kemur út seinna á þessu ári. en meir um það síðar.“
Lagið á Spotify