Sandra Þórólfsdóttir Beck og Benedikt Snær Kristinsson eru ungt par sem er að flytja hingað til Siglufjarðar á næstu dögum. Sandra er ættuð héðan frá Siglufirði, dóttir Bryndísar Hrannar Kristjánsdóttur og Þórólfs Tómassonar.
Bryndís, jafnan nefnd Binna Kristjáns, er dóttir hjónanna Lilju Jóelsdóttur og Kristjáns Rögnvaldssonar skipstjóra en þau eru bæði látin. Benedikt er frá Þórshöfn en þau Sandra hafa verið búsett í Reykjavík undanfarin ár.
Þau langar að breyta til og búa úti á landi, varð Siglufjörður fyrir valinu vegna tengsla Söndru hingað og þeirra góðu minninga sem hún á síðan hún dvaldi sem barn hjá ömmu og afa á Sigló.
Sandra og Benedikt eru komin með húsnæði en vantar vinnu, þau eru til í að skoða allt sem í boði er hér á Siglufirði. Hægt er að senda okkur póst hér á trolli@trolli.is eða senda parinu skilaboð á facebook ef atvinnurekendur á Siglufirði hafa störf í boði fyrir unga parið.
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: aðsendar