Ingvar Valgeirsson og Swizz voru að senda frá sér nýtt lag.

Lagið heitir Fastur í fortíðinni og er flytjandinn Ingvar Valgeirsson & Swizz.

Bráðskemmtilegur reggíslagari, akkúrat það sem heimurinn þarf á að halda núna.

Við strákarnir notuðum tímann í samkomubanninu og tókum eitthvað upp og þetta er það fyrsta sem kemur út af því”
segir Ingvar.

Lag og texti eru eftir Ingvar Valgeirsson.
Swizz eru Ingvar Valgeirsson, Kristinn Gallagher og Helgi Víkingsson.

Með þeim í þessu lagi eru svo Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og hann raddar einnig ásamt Arnari Friðrikssyni og Pálma Hjaltasyni.
Tekið upp af Stefáni Erni Gunnlaugssyni í Stúdíó Bambus í Hafnarfirði og masterað af Sigurdóri Guðmundssyni í Skorokk Studios í Danaveldi.

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem hefst kl. 13