Fermingarbarnasöfnunin í Fjallabyggð fór fram miðvikudaginn 5. nóvember, þegar fermingarbörn vetrarins gengu í hús á Ólafsfirði og Siglufirði með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Safnað var fyrir vatnsverkefnum í Afríku líkt og víða um land.

Sigurður Ægisson prestur sagði í tilkynningu á Facebook-síðu Siglufjarðarkirkju að söfnunin hefði gengið vel, eins og jafnan áður. Fimmtudaginn 6. nóvember var talið upp úr baukunum í Arion banka á Glerártorgi á Akureyri og námu framlögin samtals 106.083 krónum.

Gefendum eru færðar bestu þakkir fyrir stuðning og hlýhug.