Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði á fundi sínum beiðni Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um að staðsetja heimastöð og dróna á þaki ráðhússins á Siglufirði.

Í bókun ráðsins kemur fram að þar sem lögreglan sér sjálf um rekstur og utanumhald drónans sé heppilegra að hann verði staðsettur við lögreglustöðina í Fjallabyggð.