Á 675 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var því hafnað að hækka rekstrarstyrk til Síldarminjasafns Íslands og Skógræktarfélags Siglufjarðar á milli ára og umsókn um framkvæmdastyrk vegna kjallara Pálshúss.

Einnig var ákveðið að fresta framkvæmdum við gerð bryggju í Hornbrekkubót, Ólafsfirði, gerð frisbígolfvalla á Siglufirði og í Ólafsfirði og uppbyggingu hundasvæða í Fjallabyggð.