Eins og sjá má á myndinni sem er skjáskot af vef Vegagerðarinnar, er ófært á mörgum vegum á Norðurlandi, það á einnig við um Siglufjarðarveg og veginn um Ólafsfjarðarmúla. Það er því ófært til og frá Siglufirði og Ólafsfirði.
Skjáskotið var tekið um áttaleytið í morgun, 20. desember.
Á Vegagerðar-vefnum má lesa:
- Lokað er á Öxnadalsheiði, Þverárfjalli en ófært á Víkurskarði. Snjóþekja eða hálkublettir og skafrenningur eru á flestu öðrum leiðum.
- Öxnadalsheiði 06:49
Vegurinn er lokaður vegna veðurs og litlar líkur á að hann opni í bráð. - Þverárfjall 06:48
Vegurinn er lokaður.