Þessa vikuna er verið að fjarlægja raflínumöstur Laxárlínu í Kjarnaskógi enda búið að leggja allar raflínur í jörð en vegna þessa má búast við umferð vinnutækja á göngu- og skíðabrautum.

Framkvæmdum við möstrin sunnan tjaldsvæðis á Hömrum lýkur væntanlega í kvöld og þegar líður á vikuna má búast við umferð vinnuvéla í kringum Naustaflóann í Naustaborgum.

Sýnum aðgát og tillitssemi. Starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga mun nota snjótroðarann góða, sem Kjarnasamfélagið allt safnaði svo eftirminnilega fyrir, til að lágmarka áhrif framkvæmdanna á notkun skíða- og göngubrauta.

Flestar leiðir um útivistarparadísina eru nú í góðu standi, snjórinn sindrar á trjánum og um að gera að skella sér í skóginn.

Byggt á frétt á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Mynd/Kjarnaskógur