Íslendingafélagið á Gran Canaria boðaði til upplýsingafundar um heilbrigðismál sem haldinn var í gær á Spisestua í Maspalomas.

Mikill fjöldi Íslendinga mætti á fundinn, þar fengu menn að spyrja starfsmann á sjúkrahúsi ( Rúnu ) um hin ýmsu málefni sem brunnu á þeim.

Í fundarboði félagsins var tekið fram að hann væri ekki vegna kórónuveirunnar, sem hefur ekki enn sem komið er borist til Kanarí, en augljóst var að hún var fólki ofarlega í huga.

Á facebook síðunni Heilsan á Kanarí er gefið upp neyðarnúmer vegna veirusýkinga. Neyðarnúmerið þar sem svarað er á ensku: 902 102 112, á spænsku :112.

Ef grunur leikur á veirusýkingu, er mælst til að hringja í þessi númer, en ekki mæta beint á læknastofur.

Ef Íslendingar á Gran Canari eru í einhverjum vafa má hafa samband við Clinica Vita, í síma: 608594082.

Eins og sjá má má á myndunum var fjöldi Íslendinga samankominn á fundinum.