Um fjórðungur landsmanna á aldrinum 25-64 ára, eða 51.500 manns, sótti símenntun á árinu 2023, 21,3% karla og 29,3% kvenna, segir á vefsíðu Hagstofu Íslands.

Þetta eru svipaðar tölur og árið á undan þegar 26,7% landsmanna sóttu símenntun. Þátttaka í símenntun eykst með aukinni menntun og er meiri á meðal atvinnulausra og starfandi einstaklinga en þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.

Símenntun 2003-2023

25-64 ára eftir tegund fræðslu

Mynd/pixabay