KF mætti varaliði Þórs í Kjarnafæðismótinu laugardaginn 16. janúar og úr varð áhugaverður slagur þar sem æskan var í fyrirrúmi.

KF, sem leikur í 2. deild, hafði betur með tveimur mörkum gegn einu og byrjar mótið af krafti.

Aðalgeir Axelsson kom Þór yfir með glæsilegu skoti í fjærhornið.

Elvar Máni Guðmundsson jafnaði fyrir KF og hefur það vakið athygli þar sem hann er aðeins 14 ára gamall, fæddur 2006.

Andi Andri Morina spilaði með KF í dag og gerði hann sigurmarkið eftir góða skyndisókn.

Heimild: fotbolti.net