Fljótahátíð er lítil sveitahátíð í Fljótum haldin um Verslunarmannahelgina annað hvert ár.
Dagskrá hátíðarinnar er meðal annars sveitaball með danssveit Dósa, sápubolti, brenna og brekkusöngur.
Nánari upplýsingar um dagskrá og hátíðina er hægt að nálgast á instagram eða facebooksíðu viðburðarins.
Hátíðarpassi er seldur í gegnum Wetravel en hægt verður að kaupa miða á dansleik og Músík bingó við hurð, kjósi fólk að gera það.

Myndir/Fljótahátíð