Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé.
Að gefnu tilefni vekur Matvælastofnun athygli á upplýsingasíðu um riðuveiki á vef stofnunarinnar. Þar eru m.a. upplýsingar um eðli smitefnisins, einkenni veikinnar, smitleiðir og til hvaða aðgerða er gripið þegar smit greinist.
Fólk smitast ekki af riðu í sauðfé svo vitað sé.
Engar vísbendingar eru um að fólki stafi hætta af snertingu við riðusmitað fé né, neyslu afurða þess, svo sem kjöts, innmatar og mjólkur. Hvorki neytendur né fólk sem starfar á sauðfjárbúum eða í sláturhúsum er í hættu vegna riðuveiki í sauðfé.
Ítarefni
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um riðuveiki
- Listi yfir riðutilvik síðustu 20 ára
- Grunur um nýtt riðutilfelli í Skagafirði – frétt Matvælastofnunar 16.10.20
- Riða í Skagafirði staðfest – frétt Matvælastofnunar 22.10.20