Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í gær, þar sem hann kynnti sér aðstæður og skoðaði afleiðingar hamfaraúrkomu á Tröllaskaga síðast liðinn föstudag og laugardag.
Óvissustigi almannavarna var þá lýst yfir á svæðinu og Siglufjarðarvegur var lokaður í marga daga vegna atburðarins.




Farið var yfir með forsætisráðherra hvernig aðstæður voru í Siglufirði vegna úrkomunnar og hvaða áhrif úrkoman hafi á bæjarfélagið. Þá var einnig farið yfir með ráðherra aðstæður á og við Siglufjarðarveg og Strákagöng. Þar skoðaði hann aðstæður ásamt bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og ofanflóðasérfræðingi.
Á fundinum með forsætisráðherra voru: Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, S. Guðrún Hauksdóttir, forseti bæjarstjórnar, Tómas Atli Einarsson í bæjarstjórn, Arnar Þór Stefánsson í bæjarstjórn, Gestur Hansson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.
Myndasyrpa af flóðunum á Siglufirði í ágúst 2024
Siglufjarðarvegur hefur orðið fyrir miklu tjóni – Myndasyrpa
Myndir/Fjallabyggð