Forsala vetrarkorta á skíðasvæðinu í Skarðsdal er hafin í Siglósport.
Í boði eru ýmsar kortategundir fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur, auk gönguskíðakorta.
Verð vetrarkorta er sem hér segir:
- Fullorðinskort (18 ára og eldri): 43.500 kr. – gildir einnig í göngubraut.
- Hjónakort: 75.000 kr. – gildir til opnunar skíðasvæðisins og einnig í göngubraut.
- Gönguskíðakort: 18.500 kr.
- Ungmennakort (11–17 ára): 18.500 kr.
- Frítt er fyrir börn 10 ára og yngri.
Norðurlandskort fylgir öllum seldum vetrarkortum.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Skarðsdals

Mynd/Skíðasvæðið Skarðsdal




