Senn líður að Alþingiskosningum á Íslandi, en þær verða laugardaginn 25. september næstkomandi.

Af því tilefni vill Trölli.is bjóða framboðum allra flokka sem bjóða fram til Alþingis haustið 2021 að senda inn grein eða pistil sem komið gæti kjósendum til hjálpar þegar að því kemur að gera upp hug sinn um hvað skal kjósa.

Greinar þessar eða pistlar skulu vera málefnaleg og háttvísi við kjósendur og meðframboð skal í heiðri höfð.


Einnig er hægt að senda inn auglýsingar fyrir vefinn trolli.is og/eða útvarpsstöðina FM Trölla sem verða birt og/eða leikin gegn vægu gjaldi. Hafið samband um netfangið trolli@trolli.is til að fá nánari upplýsingar.