Í Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar voru kynntar niðurstöður nemendakönnunar Skólapúls 2018-2019 en í fundargerð segir meðal annars:

Skólastjóri fór yfir niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins sem lögð var fyrir 6.-10.bekk í apríl sl. Einnig var stutt könnun lögð fyrir 1.-5. bekk sem tekur á líðan í skólanum og ánægju af lestri. Ef ánægja af lestri er skoðuð milli ára í 1.-5. bekk og árangur hvers árgangs borinn saman við fyrra ár má sjá framfarir hjá öllum árgöngum.