Reglur um frístundastyrk til barna á aldrinum 4. -18. ára lagðar fram til kynningar á 42. fundi ungmennaráðs Fjallabyggðar.
Frístundastyrkur Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4 – 18 ára er nú 50.000 kr. fyrir árið 2025.
Ungmennaráð vill koma á framfæri mikilvægi þess að sveitarfélagið sé með frístundastyrki sem þessa til barna og ungmenna og telja að langflestir séu að nýta styrkina.
Frístundastyrkur Fjallabyggðar var 47.500 kr. árið 2024 og 45.000 kr. árið 2023.
Frístundakortið í Reykjavík veitir 75.000 króna styrk á ári fyrir hvert barn á aldrinum 6–18 ára með lögheimili í borginni. Á Akureyri er frístundastyrkurinn 55.000 krónur og gildir hann frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2025.
Frístundastyrkur í Fjallabyggð 2024