Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.
Fyrirhugað er að námskeiðin verði tvö, í sitt hvorum bæjarhluta Fjallabyggðar en íbúum er frjálst að velja það námskeið sem hentar.
Skíðanámskeið hefst í Ólafsfirði næstkomandi mánudag 8. janúar og kennt verður þrjá daga, 8. 9. og 10. janúar. Mæting við Skíðaskálann í Tindaöxl kl 17:30 alla dagana.
Námskeið á Siglufirði verður auglýst seinna í janúar.
Hvort námskeið eru þrjú skipti, 1 – 1,5 klst í senn. Námskeiðin eru endurgjaldslaus fyrir íbúa Fjallabyggðar, 17 ára og eldri, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Þátttakendur mæta með sinn skíðabúnað á námskeiðin en fyrir þá sem ekki eiga og geta ekki útvegað sér búnað, verður hægt að fá leigð skíði hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Panta þarf skíðaútbúnað í gegnum netfangið skidafelagolf@gmail.com
Í framhaldi af námskeiðum hafa skíðafélögin hugsað sér áframhaldandi starf fyrir fullorðna.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í námskeiðin og taka fram hvort um byrjendur eða lengra komna er að ræða.
SKRÁNING Í NÁMSKEIÐ Í ÓLAFSFIRÐI 8.-10. JANÚAR 2024
(Skráning opin til og með 6. janúar)
Mynd/Rósa Jónsdóttir