Fundur með fulltrúum Landssambands eldri borgara verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 10:00 í sal Skálarhlíðar.
Á fundinn mæta Björn Sæbjörnsson, formaður sambandsins, og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sem munu kynna starfsemi Landssambands eldri borgara, áherslumál og það sem er framundan í málefnum eldri borgara.
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í kynningunni.
Athugið: Myndasýning sem fyrirhuguð var sama dag fellur niður.




