Fyrsta flugvél vetrarins frá breska flugfélaginu easyJet lenti á Akureyri í vikunni eftir tæplega þriggja tíma flug frá Gatwick-flugvelli í London. Þetta er þriðja árið í röð sem easyJet flýgur til Norðurlands, en flugtímabilið hefur nú verið lengt um tvo mánuði.
Flug verður tvisvar í viku, á laugardögum og þriðjudögum, og nær tímabilið frá október til apríl. Áfram verður einnig flogið frá Manchester yfir vetrarmánuðina, frá nóvember og út mars.
Auk þess er beint flug til Tenerife á vegum Heimsferða, í samvinnu við ítalska flugfélagið Neos, frá Akureyrarflugvelli.