Matvælastofnun varar við tveimur framleiðslulotum af Risa Þristi vegna galla í umbúðum sem gefa sælgætinu aukabragð og lykt. Framleiðandinn Kólus ehf. hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vörumerki: Sambó
  • Vöruheiti: Risa Þristur – lakkrís- og súkkulaðistangir með karamellufyllingu
  • Best fyrir dagsetning: 16.11.21 & 08.01.22
  • Strikamerki: 5690649006652
  • Lotunúmer: L350 & L357
  • Nettómagn: 50g
  • Framleiðandi: Kólus ehf., Tunguhálsi 5, 110 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Hagkaup, verslanir Samkaupa, verslanir N1, Olís og Skeljungs.

Neytendur sem keypt hafa Risa Þrist með framangreindum dagsetningum geta skilað vörunni þangað sem hún var keypt eða til Kólus, Tunguhálsi 5. Nánari upplýsingar um innköllunina fást hjá Kólus í síma 535 0300 eða á netfanginu kolus hjá sambo.is.

Ítarefni

Skoða á mast.is