Vínarbrauð með sultu og glassúr
- 125 g smjör við stofuhita
- ¾ dl. sykur
- 1 egg
- 3 ½ dl. hveiti
- ½ tsk. lyftiduft
- um ¾ dl. hindberjasulta frá St. Dalfour
Glassúr
- 1 dl. flórsykur
- ¾ msk. vatn
Hitið ofninn í 175°. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið eggi og lyftidufti saman við og hrærið saman í slétt deig. Bætið að lokum hveiti saman við og hrærið þar til deigið er orðið slétt. Skiptið deiginu í þrjá hluta og rúllið hverjum hluta út í lengju.
Mótið holu eftir miðri lengjunni og setjið sultuna þar í. Bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur.
Látið lengjurnar kólna í nokkrar mínútur áður en glassúrinn er settur á. Hrærið saman flórsykri og vatni og setjið yfir lengjurnar. Skáskerið lengjurnar í bita áður en þær kólna alveg.

.

.

.

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit