Varðskipið Freyja hefur reynst sérlega vel þau rúm þrjú ár sem það hefur verið í flota Landhelgisgæslunnar. Skipið er vel tækjum búið og þar er meðal annars að finna öflugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar. Þær geta dælt um 7.200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu.

Þennan búnað þarf reglulega að prófa og á dögunum voru slökkvibyssurnar ræstar sem er mikilvægt til að viðhalda þjálfun áhafnarinnar auk þess að kanna virkni búnaðarins.

Dælurnar eru sérlega kraftmiklar og knúnar áfram af aðalvélum skipsins. Mikilvægt er að áhöfnin geti brugðist við ef eldur kemur upp í skipum, eða á hafnarsvæðum um allt land.

Dróni varðskipsins var á lofti og fangaði þessar glæsilegu myndir.

Forsíðumynd/skjáskot úr myndbandi