Hið árlega golfmót Siglfirðinga fer fram í Borgarnesi laugardaginn 23. ágúst.

Fáeinir teigtímar eru enn lausir, meðal annars klukkan 8.00 fyrir fjóra kylfinga, auk þess sem hægt er að bæta við tímum klukkan 7.30 og 7.40. Ekki er unnt að bæta við eftir síðasta skráða tíma.

Skráningu lýkur fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 16.00. Endanlegir rástímar og skorkort verða send út á föstudagskvöld milli klukkan 18.00 og 19.00.

Þátttakendur eru hvattir til að skoða sinn endanlega rástíma vel og mæta tímanlega á keppnisstað.