Þann 4. september 1998 var fyrirtækið Google formlega stofnað af tveimur nemendum við Stanford University í California fylki, þeim Larry Page og Sergey Brin, – og er því orðið 20 ára.

Sergey Brin t.v. og Larry Page t.h. – stofnendur Google

 

Nafn fyrirtækisins er dálítið merkilegt, ekki síst vegna þess að það er fyrirbærið googol sem var kveikan að nafninu, en fyrir mistök stofnenda var það látið heita Google, sem hljómar mjög svipað googol á ensku.

Það var árið 1920 sem 9 ára stúlka, Milton Sirotta (1911–1981), fann upp á fyrirbærinu googol, í því skyni að skýra muninn á nánast óskiljanlega stórri tölu og óendaleikanum.

Googol er  mjög stór tala sem rita má t.d.:
10,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000,000.  ( 1 með hundrað núll fyrir aftan ).

Í dag er Google leitarvélin sú lang stærsta í netheimum, og starfsmenn fyrirtækisins yfir 88.000 í fjölmörgum löndum.

Starfsmannafjöldi hjá Google.

 

Auk leitarvélarinnar  er Google með “tölvuský”, auglýsingakerfi, margskonar annan hugbúnað og vélbúnað.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: af netinu